Mfl. kv. Tapaði fyrir Haukum í æfingaleik í dag.

Mfl. kv. Tapaði fyrir Haukum í æfingaleik í dag.

FH liðið byrjaði vel í dag og snemma í leiknum höfðu þær skorað þrjú mörk.  Þar voru að verki þær Hrönn, Lovísa og Ágústa.  Staðan 3-0 og sóknarleikurinn sem verið hefur vandamálið í undanförnum leikjum virkaði vel með Lovísu fremsta sem skoraði eitt og lagði upp hin tvö.  En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.  Í dag var varnarleikurinn slakur og Haukamenn unnu sig inní leikinn með 3 mörkum.  Ágústa Sveinsdóttir bætti þó við einu fyrir FH.  Staðan í hálfleik 4-3

Þegar Lovísa Erlingsdóttir, hinn ungi og efnilegi sóknarmaður FH var innt eftir því hvað hafi gerst í þeim síðari varð henni fátt um svör.  Allt gekk á afturfótunum og Haukar skoruðu 3 mörk.
Lokatölur 6-4.

Að sjálfsögðu var þarna aðeins um æfingaleik að ræða og enginn stig í pottinum.  Tap er hinsvegar alltaf slæmt og þá sérstaklega þegar lið hafa að því er virðist unnin leik í höndunum.  Nú þurfa stelpurnar hinsvegar að snúa bökum saman og byggja upp sjálfstraust til að vinna leiki eins og þennan

Aðrar fréttir