mfl kvk

mfl kvk

Við höfum sett á laggirnar alsherjar fótboltamót milli eldri og yngri.  Það hafa verið spilaðir tveir leikir að svo stöddu og úrslitin koma líklegast engum á óvart en það eru yngri sem eru með pálmann í höndunum. 

Fyrri leikurinn fór 3-2 fyrir okkur yngri.  Það er ekki að segja að þessi leikur hafi verið gífurlega spennandi en þær gömlu komu ekki til fyrr en í blálokin og potuðu boltanum tvisvar inn af heppni.  Yngri voru þá þegar búnar að skora þrjú svo það var ekkert stress við tilkomu þessara marka enda heldur sigurstranglegri. 
Seinni leikurinn fór hins vegar 1-1 en eitthvað var rætt um ósanngjarnan leik þar sem þær gömlu beittu brellu brögðum og skoruðu eitt eitrað mark. Yngra liðið átti í miklum erfiðleikum við að halda svindli þeirra eldri í skefjum enda búnar fyrir löngu að sjá fyrir ellismellunum.  Mætti segja að yngri séu fæddar með gullfætur.

Eldra liðið :  Gunnur, Ebba, Dröfn, Ragnhildur, Guðrún, Birna, Gabriella

Flakkarar:  Líney og Erla

Yngra liðið:  Arnheiður, Jana, Magga, Dísa, Sigríður, Ingibjörg, Hildur.

Frekari fregnir eru á www.fotbolti.is

Aðrar fréttir