Mikið um að vera í kvennaboltanum hjá FH

Mikið um að vera í kvennaboltanum hjá FH

Mikið um að vera í kvennaboltanum hjá FH

Það er óhætt að segja að mikið sé um að vera í kvennaboltanum hjá FH þessa dagana. Bæði meistaraflokkur og 2. flokkur kvenna standa í ströngu þessa dagana og hafa báðir flokkarnir staðið sig mjög vel og náð eftirtekarverðum árangri það sem af er sumri. Enn er samt nóg eftir af mótum beggja flokka og mikið í húfi.

11896929_10207168125431682_1370720211_n

2. flokkur – möguleiki á tvöföldum sigri

2. flokkur kvenna hefur nú þegar tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar eftir sigur á ÍA um síðustu helgi á Akranesi í  undanúrslitum. Á morgun, miðvikudag 26. ágúst, geta stelpurnar svo tryggt sér íslandsmeistaratitilinn. Þá taka þær á móti Fylki á aðalvellinum í Kaplakrika kl. 16:30. Þetta er síðasti leikur stelpnanna í A deild 2. flokks og með sigri tryggja þær sér titilinn þó önnur lið eigi enn eftir að spila fjölda leikja. Við hvetjum að sjálfsögðu alla FH-inga til þess að mæta í Krikann á morgun til þess að styðja við bakið á stelpunum.

 

20150722-DSC_2063

Meistaraflokkur – úrslitakeppnin framundan

Meistaraflokkur kvenna tryggði sér fyrir nokkru sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Í átta liða úrslitum mætir FH liði Völsungs frá Húsavík. Leikið er heima og að heiman. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 29. ágúst nk. kl. 14:00 á Kaplakrikavelli og síðari leikurinn verður þriðjudaginn 1. september á Húsavík. Sigurvegarinn úr þessari viðureign heldur síðan áfram í undanúrslit þar sem barist verður um sætin tvö í efstu deild á næsta ári. Við FH-ingar setjum að sjálfsögðu stefnuna á sæti í efstu deild næsta sumar. Til þess að svo megi verða þurfa stelpurnar öflugan stuðning úr stúkunni og hvetjum við alla FH-inga til þess að mæta á þessa mikilvægu leiki hjá stelpunum í úrslitakeppninni.

Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar FH

 

20150722-DSC_2119

Aðrar fréttir