Mikilvægur leikur í Grafarvogi á morgun

Mikilvægur leikur í Grafarvogi á morgun

Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla er farinn af stað og okkar menn heimsækja Fjölnismenn á morgun, miðvikudaginn 11. júní.

Okkar menn eru á toppnum með fjórtán stig. Hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli, markatalan 8-2. Liðið hefur spilað afskaplega góðan varnarleik og vonandi verður áframhald á því. 

Nýliðar Fjölnis hafa farið virkilega vel af stað og eru í fimmta sæti með tíu stig. Þeir hafa unnið tvo leiki og gert fjögur jafntefli, það er að segja þá eru þeir taplausir! Meiri fjör hefur verið í leik Fjölnis, en markatalan þeirra er 10-6.

Tveir fyrrum leikmenn FH spila með Fjölni. Gunnar Már Guðmundsson sem spilaði með svart-hvíta risanum árið 2010 og skoraði þrjú mörk og Einar Karl Ingvarsson sem er í láni hjá Fjölni frá FH. Einar Karl má því ekki spila gegn sínum uppeldisklúbb. 

Leikurinn hefst klukkan 19:15, miðvikudaginn 11. júní, eins og fyrr segir – og hvetjum við alla til að fjölmenna í Voginn og styðja okkar menn!

Aðrar fréttir