Mikilvægur leikur í Laugardalnum á mánudag

Mikilvægur leikur í Laugardalnum á mánudag

FH leikur sinn níunda leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið þegar liðið heimsækir Framara á Laugardalskvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00, já hann hefst klukkan 19:00 – ekki 19:15!

FH liðið átti ekki sinn besta dag í síðasta leik gegn Þórsurum. Allt liðið veit að það getur spilað miklu betur og verða okkar menn að gera það ætli liðið sér að halda toppsætinu. Eins og fyrr segir höldum við þó enn toppsætinu, en FH-liðið er með 18 stig. Stjarnan fylgir okkur fast á eftir með 16 stig. 

Framarar hafa byrjað ágætlega en þeir eru með níu stig í áttúnda sæti. Þeir hafa unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað þremur. Framarar hafa fengið á sig næst flest mörkin í deildinni, en þeir hafa einnig skorað flestu mörkin ásamt Þórsurum.

Framarar unnu KV í bikarnum í síðasta leik, 5-3, sigruðu Fjölni 4-1 í leiknum þar á undan og gerðu jafntefli við Keflavík þar á undan. Þeir eru því ósigraðir í síðustu þremur leikjum og því þurfa okkar menn að koma vel innstilltir á verkefnið ætla þeir sér að ná í þrjú stig á þjóðarleikvangnum á mánudaginn kemur.

Frá árinu 2000 hafa liðin leikið 32 leiki á vegum KSÍ. FH hefur unnið 20, 5 hafa farið jafntefli og 7 sinnum hafa Framarar unnið. Markatalan er 65-40, FH í vil. 

Lítið er um meiðsli hjá FH þessa daganna sem er fagnaðarefni. Brynjar Ásgeir er kominn í hópinn á ný eftir meiðsli og Hákon Hallfreðsson er að verða klár eftir löng meiðsli. 

Núna þurfa okkar menn stuðning. Það er mikilvægt að ríghalda í toppsætið og við þurfum að ná í þrjú stig í Laugardalinn á mánudaginn. Eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 19:00 – EKKI 19:15! Allir á völlinn og um að gera að láta vel í sér heyra!

Aðrar fréttir