Mikilvægur sigur á Keflvíkingum

Mikilvægur sigur á Keflvíkingum

                          Aron (f)

Hafþór        Óli           Siggi           Axel

Örn         Gunnar Páll    Björn Daníel     Magnús

                Brynjar           Árni Grétar

Varamenn: Davíð Þ,Jökull, Garðar, Hólmar, Davíð Steinars og Guðjón

Ágætt dómaratríó: Eggert Hákonarson dómari og Guðni Már Ægisson og Árni í 4. flokk aðstoðardómarar. Stóðu sig með prýði.

Leikurinn var aðeins 10 mínútna gamall þegar Magnús Stefánsson náði forystunni fyrir FH en fram að því hafði FH fengið nokkur góð færi. Árni Grétar bætti við öðru marki á 24. mínútu, 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikur var ekki nema 4 mínútna gamall þegar markahrókurinn Brynjar Benediktsson skoraði þriðja mark FH. Magnús bætti við fjórða markinu og Brynjar fullkomnaði þrennu sína með mörkum á 58. mínútu og þeirri 70. Mínútu síðar fengu Keflvíkingar víti sem þeir skoruðu úr og úrslitin því 6-1 FH í vil.

Allir varamenn komu við sögu og stóðu sig vel. Framundan er mikilvægur leikur gegn Stjörnunni en strákarnir eru ákveðnir í að fara í undanúrslit keppninnar.

Aðrar fréttir