Montrétturinn er okkar! – Umfjöllun, Haukar – FH

Montrétturinn er okkar! – Umfjöllun, Haukar – FH

Það má segja að FH-ingar hafi farið á kostum á Ásvöllum í gær, þegar þeir sóttu nágranna vora í Haukum heim í N1-deild karla. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik, eins og hefur svo oft verið þegar þessi lið hafa mæst. Þá hefur gjarnan verið boðið upp á háspennuleiki – liðin hafa skipst á að hafa forskot í leikjunum og hafa sigrarnir getað fallið hvorum megin sem er. Sú reyndist þó ekki vera raunin í þetta skiptið, en það má í raun segja að FH-ingar hafi átt leikinn á öllum sviðum, allan tímann.


Ólafur Guðmundsson átti annan stórleik í dag.

Fyrri hálfleikur
FH-ingar sendu út ansi skýr skilaboð strax í upphafi leiks. Þennan leik ætluðu þeir sér að vinna. Baráttan var í algleymingi, varnarleikur liðsins með því sterkasta sem hefur sést í íslenskum íþróttahúsum í langan tíma og fylgdi markvarsla með í kjölfarið. Haukarnir virkuðu hins vegar illa upplagðir og var eins og nýtt varnarafbrigði FH-inga hafi komið þeim á óvart, en í þessum leik léku FH-ingar 5-1 vörn, eitthvað sem þeir höfðu ekki gert í leikjunum á Hafnarfjarðarmótinu og í leik liðsins gegn Aftureldingu. Það var þó deginum ljósara að þetta herbragð FH-inga svínvirkaði, enda skoruðu Haukarnir ekki nema 3 mörk á fyrstu 13 mínútum leiksins og voru í miklum vandræðum. Á 13. mínútu tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Haukanna, leikhlé – staðan 8-3 fyrir FH og útlitið ansi hreint ágætt.

Eftir leikhlé virkuðu Haukarnir ákveðnari en áður. Þeir þéttu vörn sína svo um munaði og í kjölfarið náðu þeir skyndisóknum sem leiddu til þess að þeir náðu að minnka forskot FH-inga umtalsvert. Á sama tíma virtist einbeiting FH-inga dala örlítið, en markverjan Pálmar Pétursson lét það ekki á sig fá – varði marga góða bolta á dýrmætum augnablikum. Það má þakka Pálmari fyrir að FH-ingar skuli hafa haldið til búningsklefa í hálfleik með eins marks forskot, 13-12. Forskot í hálfleik sem þó hefði getað verið mun betra, en forsendur fyrir góðu framhaldi svo sannarlega til staðar hjá okkar mönnum.


Sigurgeir Árni að setj’ann!

Síðari hálfleikur
Í seinni hálfleik áttu Íslands-og bikarmeistararnir aldrei séns. FH-ingar fóru gjörsamlega á kostum á upphafsmínútum seinni hálfleiks, skoruðu fyrstu 6 mörkin og komu sér í þægilega 19-12 stöðu eftir 6 mínútna leik. Þá tók Halldór Ingólfsson leikhlé, enda sóknar-og varnarleikur lærisveina hans einfaldlega í molum. Ekki batnaði staðan þó mikið – fyrsta mark heimamanna leit dagsins ljós tæplega fjórum mínútum síðar.

En eftir þessa flottu byrjun FH-inga í seinni hálfleik var ekki aftur snúið. Haukarnir voru einfaldlega ráðalausir gegn vel spilandi liði FH-inga, sem átti ráð undir rifi hverju. Varnarleikurinn reyndist Haukunum ofviða og beittar sóknir enduðu oftast með marki. Forskotið hélst allan tímann, fór aldrei undir 5 mörk, og að lokum unnu FH-ingar sætan sigur, 28-19.

Vart þarf að lýsa yfirburðum FH-inga í leik gærdagsins – tölurnar tala fyrir sig sjálfar. Baráttan og sigurviljinn voru fyrir hendi, og þegar svo er mun það reynast liðum erfitt að stöðva jafn vel mannað lið og FH-liðið er svo sannarlega. Samstaðan var engu lík, menn óðu ekki út í vitleysu þrátt fyrir að Haukarnir næðu stundum að saxa örlítið á annars örugga forystu og misstu FH-ingar leikinn þar með aldrei úr höndum sér. Útkoman er frækinn sigur og sá öruggasti í manna minnum.

Séu þetta fyrirheit fyrir það sem koma skal er undirritaður langt frá því að vera ósáttur. FH-ingar lögðu að velli gríðarsterkt Haukalið sem margir búast við að komi til með að vinna titilinn í ár, þrátt fyrir mannabreytingar – og það á þeirra heimavelli! Sé það ekki gott veganesti fyrir komandi leiki þá veit ég ekki hvað. Menn skulu þó ek

Aðrar fréttir