Mót vegna Heimsmeistaramóts Unglinga.

Mót vegna Heimsmeistaramóts Unglinga.

Björgvin Víkingsson og Sigrún Fjeldsted gerðu í dag atlögu að lágmörkunum í Heimsmeistaramót Unglinga19 ára og yngri og það tóks ekki sem skyldi.

Bjöggi var með lágmarkið í hendi sér en þá kom smá klikk er hann fór yfir 8 grind og hann hreinlegahrasaði yfir 10 grind og tíminn 53.50 sek. En drengurinn hefði örugglega hlaupið undir 52.80 sekef hann hefði verið örlítið ákveðnari í aðhlaupinu að 10 grindinni (síðustu grindinni).

Sigrún var greinilega orðin mjög þreytt og hafði hreinlega ekki meir eftir enda var þetta 3 keppninhennar á 6 dögum en á hún sett Íslandsmet á báðum mótunum á undan en hún hafði ekki orku í meir í dagog kastaði 43,83 m en ótrúlegt en satt öll köstin hennar voru á bilinu 42.36 og 43.83 m.

María Kristbjörg Lúðvíksdóttir var senuþjófurinn í kvöld ef svo má á orði komast hún bætti sig ísleggjukasti og setti Hafnarfjarðarmet er hún kastaði 44.00 m en íslandsmetið í hennar flokki er 45.27 m.

Eva María Schiöth bætti sig einnig í sleggjukastinni kastaði 38.30 m.

Aðrar fréttir