Muggarar hittast fyrir leik!

Muggarar hittast fyrir leik!

Þá er komið að því…
Fyrsti heimaleikur vetrarins verður í Kaplakrika 25 sept  kl 19:30.  Mótherjar FH verða HK. 

Mjög góð mæting hefur verið í fyrstu umferð N1 deildarinnar og vonandi heldur það áfram. Muggarar munu hittast klst fyrir leik í tengibyggingunni, fáum okkur kaffi og meðlæti eða pizzur.  Einnig ætlum við að reyna fá þjálfara liðsins til að koma og spjalla aðeins við okkur. Nú er mikið uppbyggingarstarf í krikanum, bæði í flokkunum og í byggingarmálum.

Félagakort MUGGS verða afhent fyrir leik.

Hvetjum við alla til að mæta og styðja við okkar menn.


Áfram FH

Aðrar fréttir