Myndir frá strákadeginum

Myndir frá strákadeginum

Þann 29. september síðastliðinn mættu um 170 strákar á sérstakan strákadag í Krikanum, eða opnar fótboltaæfingar 6., 7. og 8. flokks sem fram fóru í Risanum. Þjálfarar yngri flokka settu upp hinar ýmsu stöðvar, góðir gestir komu í heimsókn og skemmtu guttarnir sér konunglega. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði meistaraflokks FH, ræddi við guttana og Heiðar Örn Pollapönkari mætti og renndi í gegnum Vælubílinn fræga auk FH-slagara. Seinna kíkti Kristján Gauti Emilsson, leikmaður meistaraflokks, á strákana og þeir reyndu að skora framhjá Kristjáni Pétri Þórarinssyni, markmanni 2. flokks karla. 

Að æfingum loknum fengu strákarnir sér pylsur og Svala og fylgdust að sjálfsögðu með leik FH og Vals í Pepsi-deildinni og ekki spillti fyrir að sjá Íslandsmeistaratitilinn fara á loft að honum loknum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá frábærum degi. 

 

strákadagur - pollapönk

 

strákadagur

 

strákadagur - gulli

 

strákadgur - pulsur

 

strákadgur

 

strákadgur 3

Aðrar fréttir