N1 deild kvenna, FH – Fram

N1 deild kvenna, FH – Fram


Kaplakrika, laugardaginn 10. janúar 2009 kl. 16:00


Á morgun, 10. október kl. 16:00, mætir kvennalið FH Framstúlkum í Kaplakrika. Lið Fram er sterkt og vel annað og því má gera ráð fyrir hörkuleik. Við hvetjum FH-inga til að mæta og styðja við stelpurnar á nýju ári!

Gengi liðanna
 Framliðinu gekk illa að finna sig í upphafi tímabilsins en mikill stígandi hefur þó verið í leik þeirra. Þær hafa verið óheppnar með meiðsli og veikindi lykilmanna en hópurinn er kominn í fínt stand eftir jólafríið. Þær hafa sterka og reynda leikmenn í flestöllum stöðum og spila hraðan bolta með skemmtilegum fléttum þegar þær eru uppá sitt besta.

FH stelpunum var spáð 7. sæti í deildinni en eru sem stendur í því 4.  Liðið var óheppið að fá ekki þátttökurétt í Deildarbikarkeppninni sem fram fór milli jóla og nýárs en þar léku fjögur efstu liðin. Vegna Evrópumóts kvenna gat Stjarnan ekki leikið síðustu þrjá leikina og því var miðað við stöðuna þann 1. desember. Þá var Fram í 4. sæti en FH í því 5. Stelpurnar unnu nokkuð óvænt öruggan sigur á liði Vals í síðustu umferð fyrir jólafrí þar sem fyrirliðinn, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, fór á kostum með 17/6 mörk skoruð.

Fyrri viðureignir
Liðin mættust í Safamýrinni fyrr í vetur og var þar um algjöra einstefnu að ræða.  Framstúlkur höfðu örugga forystu í hálfleik, 17:12, og innbirtu 8 marka sigur, 32:24. FH liðið mætti til leiks heldur vængbrotið enda lék það án Gunnar og Hafdísar Ingu sem voru báðar veikar auk þess sem fyrirliðinn Ragnhildur Rósa tók út
leikbann. Liðið mætir því mun sterkara til leiks núna á laugardaginn og er til alls líklegt!

Lið Fram
Framliðið kom skemmtilega á óvart á síðasta tímabili og lauk keppni í 2. sæti N1 deildarinnar en nú í vetur hefur gengið ekki verið jafn gott. Þær eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar, næstar á eftir FH. Hópurinner samheldinn og sterkur en í honum eru m.a. 6 leikmenn A-landsliðsins. Hópurinn hefur þó breyst lítillega frá síðasta leik en Gabriela, rúmenski markmaðurinn sem lék með FH í fyrra, yfirgaf liðið í byrjun desember.

Ástand

Ástand er heldur ágætt þessa dagana. Stelpurnar hafa æft vel í jólafríinu og koma endurnærðar í leikinn á morgun.

Sjáumst í Kaplakrika kl. 16 á morgun og styðjum stelpurnar til sigurs!

Bæði lið FH voru á mikilli siglingu fyrir áramót og við ætlum að sjálfsögðu halda því áfram!

ÁFRAM FH!

Aðrar fréttir