N1 deild kvenna, FH – Stjarnan

N1 deild kvenna, FH – Stjarnan

 VS.
Laugardaginn 17. janúar 2009 kl. 16:00 í Kaplakrika

Þrettánda  umferð N1 deildar kvenna fer fram á  laugardaginn, og taka FH stelpur á móti Íslands- og Bikarmeisturum Stjörnunnar í Kaplakrika klukkan 16:00.  Lið Stjörnunnar hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu og ætla okkar stelpur að gera ALLT sem þær geta til sigra!

Gengi liðanna

Okkar stelpum hefur gengið upp og ofan, gjörsigruðu Val í síðustu umferð fyrir jól, en áttu svo daprann leik á móti Fram í síðustu umferð í Kaplakrika. Stelpurnar eiga enn möguleika á að hafna í 4. sæti deildarinnar og stefnan er að sjálfsögðu sett á það.

 

Stjarnan er eins og áður segir ósigruð á árinu 2009, tapaði einum leik árið 2008 og er því efst í N1 deildinni ásamt Haukunum.  Þær sigruðu Fram auðveldlega í síðustu umferð, HK og Gróttu þar á undan og eru á mikilli siglingu.

Stjörnuliðið

Stjarnan hefur gríðarlega sterka einstaklinga í sínum hópi.  Með liðinu leika tveir sterkir atvinnumenn, Alina Petrache og Florentina Stanciu,  og að auki er liðið með þrjá núverandi landsliðsmenn, þrjá fyrrverandi landsliðsmenn og fjölmargar stelpur í yngri landsliðunum.  Hópurinn er aðeins breyttur frá síðasta ári en fyrirliði liðsins, Rakel Dögg Bragadóttir, hélt í haust til Danmerkur í atvinnumennsku, Anna Bryndís Blöndal og Ásta Björk Agnarsdóttir snéru sér að barneignum og Helga Vala Jónsdóttir gekk til liðs við Fimleikafélagið.  Þá fækkaði í hópnum um áramótin en þá gekk landsliðslínumaðurinn hún Anna Úrsúla Guðmundsdóttir til liðs við danskt félag og Birgit Engl hélt heim til Austurríkis. 

Nýverið var skipt um þjálfara hjá Garðabæjarliðinu og tók Atli Hilmarsson við góðu búi Ragnars Hermannssonar.  

Undirbúningur

Æfingarnar síðustu vikuna hafa gengið mjög vel og það er góð stemming í hópnum.  Ekkert annað en sigur kemur til greina á morgun og ætla stelpurnar að berjast til síðustu sekúndu!! Liðið ætlar sér að gera betur en fyrir viku síðan og ætla sér að koma einbeittar og grimmar til leiks.   

Líklegur hópur:

Markverðir

Helga Vala Jónsdóttir

Kristina Kvaderine

Aðrir leikmenn

Ingibjörg Pálmadóttir

Líney Rut Guðmundsdóttir

Birna Íris Helgadóttir

Gunnur Sveinsdóttir

Hafdís Guðjónsdóttir

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir

Hafd

Aðrar fréttir