Námskeið í rafíþróttum (tölvuleikjaspilun)

FH býður upp á tvö rafíþróttanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-14 ára í Kaplakrika í júlí. Líklega verða fleiri slík námskeið haldin í ágúst.

Í yngri hópi eru 9-11 ára og í eldri hópi eru 12-14 ára. Reynt verður að flokka þátttakendur hvors hóps eftir aldri.

Ungmennin fá m.a. kennslu í ábyrgri spilun tölvuleikja, þau spila undir eftirliti og leiðsögn þjálfara og hita upp með léttum líkamlegum æfingum og teygjum.

Tölvuleikjaspilunin fer fram í glæsilegri aðstöðu gegnt aðalinngangi í Kaplakrika.

FORTNITE

15.-18. júlí Yngri hópur: kl. 9-11 Eldri hópur: kl. 13-15

FIFA 19

22.-25. júlí Yngri hópur: kl. 9-11 Eldri hópur: kl. 13-15

Verð fyrir hvort námskeið er 12.000 krónur.

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og skráningin hefst 5. júlí. Einungis er hægt að taka á móti 10 ungmennum í hvorum aldurshópi á hvert námskeið.

Mögulega þarf að endurraða á námskeiðin m.v. þátttöku.

Umsjónarmenn og yfirþjálfarar námskeiðanna eru

Georg Ólafsson og Gísli Geir Gíslason, auk aðstoðar-

Aðrar fréttir