Niðurlæging í Kaplakrika

Niðurlæging í Kaplakrika

FH-ingar skíttöpuðu í Kaplakrika í kvöld gegn sterku liði Aftureldingar á Íslandsmóti karla í handknattleik, 1. deild. Lokatölur urðu 21:34 og eftir leikinn eru FH-ingar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig eftir 9 leiki en Afturelding situr í toppsætinu, hefur unnið alla 8 leiki sína og virðist vera að stinga af.

Næsti leikur okkar pilta er gegn Gróttu á miðvikudaginn á útivelli og þann slag verðum við einfaldlega að vinna; Grótta er aðeins með einu stigi færra en á einn leik til góða. Til þess að sigur náist í þeim leik verður margt að breytast því þessi leikur í kvöld var alveg ótrúlega lélegur af okkar hálfu.

Byrjunin góð en síðan ekki söguna meir

Leikur FH lofaði mjög góðu fyrstu mínúturnar og það var viss léttleiki einkennandi sem og ákveðni og sjálfstraust. FH náði þriggja marka forskoti, 5:2, en þá vöknuðu gestirnir til lífsins en fram að því höfðu þeir virkað hálf værukærir. Þeir breyttu svo sem litlu í leikskipulagi sínu en fóru þess í stað að bíta fastar frá sér og við það hreinlega brotnuðu heimamenn – það þurfti ekki mikið meira og það er sorglegt. Í stað þess að láta hart mæta hörðu létu okkar menn allt og alla fara í pirrurnar á sér; frömdu heimskuleg brot sem engum tilgangi þjónuðu og uppskáru ekkert annað en brottvísanir og enn meiri pirring.

Staðan breyttist úr 5:2 í 6:10 og Þegar flautað var til leikhlés stóðu leikar 10:15. Til þess að eiga einhvern möguleika hefðu FH-ingar þurft að byrja síðari hálfleikinn af krafti en sú varð nú aldeilis ekki raunin. Gestirnir skoruðu tvö fyrstu mörkin og þar með hvarf allur vonarneisti eins og hendi væri veifað. Þótt mikið væri eftir þá var það deginum ljósara að allur vindur var úr FH-ingum. Eftir tólf mínútna leik í hálfleiknum höfðu gestirnir náð tíu marka forskoti sem að endingu varð þrettán mörk. Hrikalegt tap staðreynd, hreinlega niðurlægjandi tap og ég held að liðið geti vart leikið verr. Það ætla ég rétt að vona.

Lykilleikmenn brugðust illilega

En hvað fór úrskeiðis eftir mjög góða byrjun? Liðið brotnaði við minnsta mótlæti og aðalástæðan fyrir því er lélegur leikur lykilmanna liðsins sem nauðsynlega hefðu þurft að stíga upp þegar gestirnir fóru að finna blóðbragðið.

Fyrirliðinn Valur Örn Arnarson, sem leikið hefur mjög vel í flestum leikjum liðsins í vetur, var hreint skelfilega slakur í þessum leik. Hann lét grófan leik andstæðinganna pirra sig allsvakalega, þannig að allt loft var úr honum, og slíkt á svo reynslumikill leikmaður ekki að láta hafa sig út í. Valur skoraði einungis úr vítaköstum og var alls ekki að standa sig í hlutverki fyrirliðans og við því má þetta unga lið einfaldlega ekki. Ef ég þekki Val rétt kemur hann sterkur upp í næsta leik – það hreinlega verður að gerast.

Heiðar Arnarson, sem er einn af reynslumestu leikmönnum liðsins, byrjaði mjög vel og virtist ekkert hafa fyrir hlutunum, hvort sem var í vörn eða sókn. Síðan tapaði drengurinn sér gjörsamlega, fór að leika eins og bjáni í vörninni og í sókninni voru skotin illa valin og fóru flest langt yfir. Heiðar er góður varnarmaður og ágætur sóknarmaður þegar hausinn er í lagi, en um leið og svo er ekki verður hann stjórnlaus og grófur leikmaður. Stjórnlausir og grófir leikmenn hafa ekki góð áhrif og Heiðar verður að líta í eigin barm og fara að hugsa sitt ráð því hann getur þetta allt og það er sorglegt að horfa upp á svona vitleysu eins og hann sýndi í þessum leik.

Markvarslan sama og engin

Þá að markvörslunni. Hún var ömurleg, virkilega ömurleg. Hilmar Guðmundsson er kominn með all nokkra reynslu og er yfir höfuð nokkuð góður markvörður. Hann á vissulega eftir að læra ýmislegt og það sást berlega í leiknum í kvöld. Hann varði þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan markvörður Aftureldingar, Davíð Svansson, varði tólf. Þetta er gjörsamlega óásættanlegur munur og þótt vissulega megi kenna varnarleiknum um mörg mark

Aðrar fréttir