Norðurlandamót Unglinga 20 ára og yngri.

Norðurlandamót Unglinga 20 ára og yngri.

Næstkomandi helgi verður Norðurlandamót unglinga haldið í Eskilstuna og eigum við FH-ingar 6 af 10 landsliðsmönnum sem fara út.

Eftirfarandi var tekið af heimasíð FRÍ

Tíu fara á NM unglinga í Eskilstuna

Tíu unglingar fara á Norðurlandamót unglinga 20 ára og yngri sem fram fer í Eskilstuna í Svíþjóð 10.-11.ágúst nk. Þetta eru eftirfarandi einstaklingar:

* Aðalheiður María Vigúsdóttir Breiðablik í stangarstökki

* Björgvin Víkingsson FH í 400m gr. og 400m

* Elfa Berglind Jónsdóttir UFA í 400m gr.

* Eygerður Inga Hafþórsdóttir FH í 800m og 1500m

* Ingi Sturla Þórisson FH í 110m gr.

* Jónas Hlynur Hallgrímsson FH í þrístökki og langstökki

* María Kr. Lúðvíksdóttir FH í sleggjukasti

* Sigrún Fjeldsted FH í spjótkasti

* Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðablik í 100m, 200m , 100m gr. og langstökki

* Sigurkarl Gústavsson UMSB í 100m og 200m

Þá voru þær Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni, Íris Svavarsdóttir FH, Rakel Ingólfsdóttir FH og Ylfa Jónsdóttir FH voru einnig valdar til að taka þátt í mótinu, en Ásdís fer í æfingabúðir fyrir unglinga í tengslum við EM í München, Rakel og Íris eru meiddar og Ylfa fór í botnlangauppskurð í dag, en hennar sæti tók Elfa Berglind, en þær náðu báðar lágmarki fyrir mótið á MÍ um sl. helgi.

Hópurinn fer út föstudaginn 9.ágúst nk.Þjálfarar í ferðinni eru þeir Eggert Bogason og Jón Sævar Þórðarson.

Aðrar fréttir