Ný leið við niðurgreiðslu þátttökugjalda

Ný leið við niðurgreiðslu þátttökugjalda

 

Frá árinu 2002 hefur Hafnarfjarðarbær greitt niður þátttökugjöld fyrir börn og unglinga í æskulýðs- og íþróttafélögum í Hafnarfirði. Fjölbreytni í íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði er mikil og allir ættu að geta fundið áhugamálum sínum góðan farveg.

 

Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi niðurgreiðslunnar að staðfesta þarf þátttöku viðkomandi barns í Íbúagáttinni á hafnarfjordur.is.  

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2009 er til og með 15. október og en hægt verður að byrja að staðfesta þann 1.október.



Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.



Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555 2300.



Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér málið.

<span style="widows: 2; text-transform: none; text-indent: 0px; border-collapse: separate; font-family: 'Times New Roman'; font-style: normal; font-variant: normal; font-weight: normal; font-size: medium; line-height: normal; font-size-adjust: none; font-stretch: normal; -x-system-font: none; white-space: normal; orphans: 2; letter-spacing: normal; color: rgb(0, 0, 0); word-spacing

Aðrar fréttir