Ný og glæsileg FH síða

Ný og glæsileg FH síða

Heil og sæl

 

Eins og þið hafið tekið eftir er komin ný og glæsileg FH síða í loftið. Búið er að uppfæra síðuna og verður unnið að frekari endurbótum á henni á næstu dögum. Helstu breytingarnar eru t.d. nýr myndabanki þar sem hægt er að skoða skemmtilegar myndir af deildum félagsins en fleiri myndir munu bætast við á næstunni. Einnig er komin ný viðbót sem heitir Lífið í Krikanum, þar verða tekin viðtöl við FH-inga og aðra gestir hér í Kaplakrika. Einnig verður viðtöl við starfsfólk FH og myndir sýndar af framkvæmdum. Ný viðbót er Twitter glugginn, þar verður hægt að sjá twitt sem tengjast félaginu og íþróttum sem eru stundaðar í FH. Twittin koma í rauntíma og skiptast út, þannig að ný twitt hlaðast inn jafnt og óðum.

 

Kv Aðalstjórn FH

Aðrar fréttir