Nýr heiðursfélagi í FH

Á fundi aðalstjórnar 1.desember 2021 var samþykkt að gera Jón Boða Björnsson heiðursfélaga í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.

Boði hefur verið tengdur Fimleikafélaginu traustum og sterkum böndum öll sín nítíu ár.  Hann er kominn af hinni stóru og miklu FH ætt sem hér stendur undir nafni Sjónarhólsætt.

Boði iðkaði íþróttir hjá félaginu og var snemma sem sjálfboðaliði innan félagsins og var mikilvægur hlekkur í okkar frábæra handboltaliði á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar sem liðstjóri og sem ,, allt muligt man“ á þessum árum.

Boði hefur alla tíð verið tíður gestur hér í Kaplakrika, líklega með bestu mætingu FHinga á leiki stelpna og stráka í handbolta og fótbolta, einstaka leikir duttu út en þá ávallt góð afsökun en þá var hann í heimsókn hjá dóttur sinni sem býr í útlöndum.

Á myndinni er Boði með Viðari Halldórssyni formanni FH og Ingu Magg mágkonu hans og heiðursfélaga í FH.

Aðrar fréttir