Nýtt frá Adidas

Nýtt frá Adidas

ClimaCoolä – Svalur í sumar

Clima Cool – Hugmyndin

Clima Cool er ný tækni frá adidas, hönnuð til að halda fótum þínum þurrumog ferskum. A 360° tæknin gefur þér hámarksöndun.

A 360° stendur fyrir öndun í heilan hring.

Clima Cool skórnir eru árangur áralangrar þróunar og samvinnu ýmissa deildainnan aidas. Útkoman eru skór sem sameina fegurð og hámarks notagildi.

Clima Cool skórnir verða einir af aðal áherslum adidas árið 2002.

Því verður fylgt eftir með beinum auglýsingum, kynningarefniog á Internetinu á slóðinni www.adidas.com/climacool

Í sjónvarpsauglýsingunum verða stjörnur á borð við Anna Kournikova,David Beckham og Ian Thorpe.

Clima Cool – Upphafið

Clima Cool skórnir hafa verið í þróun allt frá árinu 1999. Hönnuðir adidasí Scheinfeld í Þýskalandi fengu það verkefni að hanna skó sem sameina notagildi, útlit, stöðugleika og dempun, með sérstaka áherslu á öndun.Niðurstaðan var Clima Cool.

Rannsóknir sýna að Clima Cool heldur þér 20% þurrari en aðrir skór gera.

Clima Cool – Tæknin

Hver einasti þáttur er úthugsaður í Clima Cool, tæknin sem hann byggir á er byltingarkenndur. Tæknin kemur í ljós, bara með því að horfa á þá. Þeir einfaldlega leyfa fótum þínum að „anda“.

Clima Cool skórnir hafa 5 tæknileg atriði sem tryggja öndun.

# 1 Nýtt stykki undir ilinni sem hleypir lofti auðveldlega í gegn.

# 2 Nýtt netofið efni sem andar í efri hluta á skónum.

# 3 Nýja gerð af innleggi sem hleypir í gegnum sig lofti og raka.

# 4 Ný tegund af gúmmíi sem sett er saman úr kúlum og hleypir í gegnum sig lofti.

# 5 Lítið plaststykki við tærnar með loftgötum.

Clima Cool – Hönnunin

Í heildina litið ber hönnun Clima Cool þess merki að þeir eru hannaðir með tæknilegar þarfir íþróttamannsins í huga. Einföld uppbygging með vönduðum og léttum vatnsfráhrindandi öndunarefnum eru undirstaða skónna. Öryggi, öndun og þægindi eru niðurstaða þessarar þróunar.

Clima Cool – Rannsóknarstigið

Viðamiklar rannsóknir voru gerðar hjá adidas í Scheinfeld í Þýskalandi.

Hlaupari var látinn vera á hlaupabretti á hraðanum 4 m/s inní vindgöngum. Hann var í sérstökum hita- og rakamælisokkum sem skynja viðkvæmustu svæði fótarins. Eftir 30 mínútna hlaup voru upplýsingarnar sendar í tölvu og útkoman var 20% þurrari fætur en í hefðbundnum hlaupaskóm.

Clima Cool – Kostirnir

Þegar allt kemur til alls þá eru fætur þínir þurrari í Clima Cool. Kerfið er þannig að það streymir ferskt loft inn og út úr skónum og leikur um fætur þínarÞurrir fætur minnka hættuna á blöðrum, en auka að sama skapi möguleg þægindi íþróttamannsins.

Clima Cool kerfið er komið til að vera. Það verða hlaupaskór sem ríða á vaðið vorið 2002. Tennisskór, innanhússkór, þolfimiskór og körfuboltaskór koma svo í kjölfarið. Skórnir verða til í öllum helstu sportvöruverslunum landsins, frá og með apríl 2002.

Endilega kíkið á heimasíðu Adidas á íslandi .

Aðrar fréttir