Óðinn á öllum líkindum á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum

Óðinn á öllum líkindum á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum

Eins og allir vita þá kom hingað til landsins aðalþjálfari frjálsíþróttaliðs Clemson-háskóla í N-Karólínu í Bandaríkjunum til að ræða og skoða Tröllið okkar hann Óðinn um þann möguleikann á því að Óðinn komi til liðs við frjálsíþróttalið skólans í haust og setjist á skólabekk þar um leið. Eggert sagði að núna benti allt til þess að Óðinn færi í víking og öll próf Óðins uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til nemenda í háskólum vestra. “Þjálfarinn var mjög jákvæður og leist vel á piltinn. Næst á dagskránni hjá Óðni er gangast undir inntökupróf í maí, svokallað SAT-próf.Standist hann það þá er ekkert annað að gera en senda hann út,” segir Eggert sem líst vel á allar aðstæður við Clemson-skólann. Vel sé hugsað um aðbúnað íþróttamanna þar og ekki spilli það fyrir að í skólanum séu þegar tveir íslenskir íþróttamenn, Silja Úlfarsdóttir hlaupakona úr FH og Vignir Stefánsson,júdómaður úr Ármanni.

Aðrar fréttir