Óðinn Björn er íþróttamaður FH 2010

Óðinn Björn er íþróttamaður FH 2010

Óðinn Björn Þorsteinsson er afreksmaður Frjálsíþróttadeildar FH.

Óðinn Björn hlýtur þá sæmd fyrir kúluvarp, varpaði hann kúlunni 19,50 m innanhúss, sem er
mjög góður árangur og hans besti í kúluvarpi og gefur 1090 stig í alþjóðlegri stigatöflu og er hann
stigahæsti Íslendingurinn í frjálsíþróttum á árinu. Óðinn er í 38 sæti yfir bestu kúluvarpara heims
innanhúss, 22. sæti í Evrópu og næstbesti Norðurlandabúinn. Óðinn Björn varpaði kúlunni 19,37
utanhúss sem er hans besti árangur utanhúss, hann er í 65. sæti á heimslistanum, 36. sæti í Evrópu
og næstbestur Norðurlandabúa. Óðinn Björn er með fjórða besta kúluvarparsárangur Íslendinga frá
upphafi. Óðinn Björn er Íslandsmeistari innanhúss og utanhúss í kúluvarpi, Bikarmeistari innanhúss
og utanhúss í kúluvarpi. Einnig var hann Íslands- og Bikarmeistari í kringlukasti utanhúss. Óðinn
Björn náði lágmarki á EM sem fram fór í Barcelona í júlí og ágúst.

Karlalið FH sigraði í öllum stigakeppnum á árinu og átti Óðinn þátt í öllum sigrunum.

Óðinn Björn hefur aldrei æft meira og búast má við enn meiri árangri frá honum á næstu árum.

Óðinn Björn hefur mikinn félagsþroska og er góð fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn.

Hér að neðan má sjá aðra sem útnefndir voru og umsagnir deilda.

Nefnd um val á íþróttamanni FH fyrir árið 2010 hefur komið saman og yfirfarið fyrirliggjandi
tilnefningar deilda félagsins.

Íþróttamenn FH sem tilnefndir voru eru:

Frjálsíþróttadeild:

Sara Úlfarsdóttir
Óðinn Björn Þorsteinsson

Handknattleiksdeild:

Ólafur Guðmundsson

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir

Knattspyrnudeild:

Ólafur Páll Snorrason

Sigrún Ella Einarsdóttir

Skylmingadeild:

Gunnar Egill Ágústsson

Aldís Edda Ingvarsdóttir

Það er niðurstaða nefndarinnar að mæla með því til aðalstjórnar að fyrir valinu verði:


Íþróttamaður FH 2010: Óðinn Björn Þorsteinsson


Með bestu kveðju,
Hafnarfirði 23. desember 2010

Kristjana Aradóttir, formaður
Guðjón Árnason
Guðmundur Hilmarsson
Kristinn Guðlaugsson


Frjálsíþróttadeild FH


Sara Úlfarsdóttir er afrekskona Frjálsíþróttadeildar FH.

Hlýtur hún þá sæmd fyrir 200 m hlaup, Sara hljóp á tímanum 26,54 sek í 200 m hlaupi sem gefur 896
stig í alþjóðlegri stigatöflu, hljóp hún á þessum tíma á Meistaramóti Íslands. Sara er vaxandi hlaupari
og má búast við enn betri árangri frá henni á næstu árum. Sara var fyrirliði kvennaliðs FH sem er mjög
ungt lið og vaxandi. Sara hefur mikinn félagsþroska og er góð fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn.

Óðinn Björn Þorsteinsson er afreksmaður Frjálsíþróttadeildar FH.


Óðinn Björn hlýtur þá sæmd fyrir kúluvarp, varpaði hann kúlunni 19,50 m innanhúss, sem er
mjög góður árangur og hans besti í kúluvarpi og gefur 1090 stig í alþjóðlegri stigatöflu og er hann
stigahæsti Íslendingurinn í frjálsíþróttum á árinu. Óðinn er í 38 sæti yfir bestu kúluvarpara heims
innanhúss, 22. sæti í Evrópu og næstbesti Norðurlandabúinn. Óðinn Björn varpaði kúlunni 19,37
utanhúss sem er hans besti árangur utanhúss, hann er í 65. sæti á heimslistanum, 36. sæti í Evrópu
og næstbestur Norðurlandabúa. Óðinn Björn er með fjórða besta kúluvarparsárangur Íslendinga frá
upphafi. Óðinn Björn er Íslandsmeistari innanhúss og utanhúss í kúluvarpi, Bikarmeistari innanhúss
og utanhúss í kúluvarpi. Einnig var hann Íslands- og Bikarmeistari í kringlukasti utanhúss. Óðinn
Björn náði lágmarki á EM sem fram fór í Barcelona í júlí og ágúst.

Karlalið FH sigraði í öllum stigakeppnum á árinu og átti Óðinn þátt í öllum sigrunum.

Óðinn Bjö

Aðrar fréttir