Óðinn Björn Þorsteinsson er Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2010.

Óðinn Björn Þorsteinsson er Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2010.

Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2010 er Óðinn Björn Þorsteinsson frjálsíþróttamaður Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Óðinn er margfaldur Íslands-  og bikarmeistari og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum. Hann varpaði kúlu 19.50m innanhúss sem er mjög góður árangur og hans besti og gefur 1090 stig í alþjóðlegri stigatöflu. Hann er stigahæsti Íslendingurinn í frjálsíþróttum á árinu og er útnefndur frjálsíþróttamaður ársins af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Óðinn er í 38. sæti yfir bestu kúluvarpara heims innanhúss, 22. sæti í Evrópu og næstbesti Norðurlandabúinn, auk þess er hann með fjórða besta kúluvarpsárangur  Íslendinga frá upphafi. Óðinn tók þátt í alþjóðlegum mótum á árinu með góðum árangri, náði lágmarki á Evrópumeistaramótið í Barcelona í júlí og undirbýr sig af krafti fyrir næstkomandi stórmót.  
fengið af heimasíðu ÍBH

Aðrar fréttir