Óðinn Björn varpaði kúlunni 18,00 m í gær

Óðinn Björn varpaði kúlunni 18,00 m í gær

Óðinn Björn Þorsteinsson bætti sinn besta árangur í kúluvarpi á innanfélagsmóti FH í Kaplakrika, innanhúss í gær um 25 sm, þegar hann varpaði kúlunni 18 metra slétta. Óðinn Björn sem er nýkominn úr æfingabúðum frá Portugal , en þar var hann við hörku æfingar með öðrum FHingum. Það er greinilegt að tíminn var notaður vel í Portúgal.
Óðinn Björn er í 6.sæti afrekslistans í kúluvarpi innanhúss frá upphafi, en stutt er í næstu menn, sem eru Eggert Bogason, þjálfari Óðins Björns, með 18,13 metra og Guðni Halldórsson með 18,16 metra.
Þetta kast var lágmark fyrir EM innanhúss í Madríd í sl. mánuði. Kastsería Óðins var eftirfarandi:(16,63-17,01-17,34-18,00-17,35-17,46) sem er besta kastsería Óðins Björns. Annar á mótinu í gær var Ásgeir Bjarnason, með 13,55 metra, sem er bæting hjá honum um rúman metra, kastsería hans var eftirfarandi(12,85-13,32-12,99-13,55-13,08-12,98). Þá bætti Fannar Gíslason sig einnig og kastaði hann 11,12 m.

Í kúluvarpi kvenna bætti Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 16 ára stúlka, árangur sinn í kúluvarpi um 7 sm, en hún varpaði kúlunni 11,60 metra, sem er þriðji besti árangur í kúluvarpi innanhúss á þessu ári skv. afrekaská FRÍ. Kastserían var eftirfarandi: (10,36-11,60-11,35-11,40-óg-óg)
Glæsilegur árangur hjá kösturunum okkar, sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.

Aðrar fréttir