Öflugir íþróttamenn til liðs við frjálsíþróttadeildina

Öflugir íþróttamenn til liðs við frjálsíþróttadeildina

Nú um áramótin gengu öflugir og efnilegir frjálsíþróttamenn í til liðs við öflugt lið Frjálsíþróttadeildar FH. Íþróttamennirnir sem um ræðir eru María Rún Gunnlaugsdóttir sem er ein efnilegasta fjölþrautarkona landsins, lang- og þrístökkvarinn Dóróthea Jóhannesdóttir og spretthlauparinn Gylfi Ingvar Gylfason. María Rún og Dóróthea hafa báðar verið keppendur á stórmótum í unglingaflokkum og verið í landsliði Íslands. Þá er Gylfi Ingvar mjög efnilegur spretthlaupari.

Aðrar fréttir