Oft spilað betur en frábært veganesti

Oft spilað betur en frábært veganesti

FH vann góðan 3-0 sigur á Glenavon í Evrópudeildinni í gærkvöldi á Kaplakrikavelli. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 82. mínútu, en þá gengu FH-ingar á lagið og skoruðu tvö mörk. Síðari leikur liðanna fer fram eftir viku. 

FH-liðið var betra frá fyrstu mínútu á Kaplakrikavelli, en ekki tókst liðinu að skora né skapa sér afgerandi marktækifæri. Liðið hefur oft spilað betur, en í fyrri hálfleik í gær – en staðan í hálfleik var markalaus 0-0.

Í síðari hálfleik byrjaði vélin að malla og FH-liðið byrjaði að spila betur og betur með hverri mínútunni sem leið. Á 69. mínútu átti þó fyrirliði Glenavon, Kris Lindsay, frábæran skalla sem Robbi varði frábærlega.

Einni mínútu síðar gerði Heimir Guðjónsson tvær breytingar og það átti eftir að skila sér. Varamaðurinn Ingimundur Níels skoraði fyrsta markið eftir 82. mínútur og næst var röðin komin að Atla Guðnasyni sem skoraði í uppbótartíma.

FH-ingar voru ekki hættir og skoruðu gífurlega mikilvægt mark á þriðju mínútu í uppbótartíma þegar Atli skoraði annað mark sitt í leiknum eftir frábæra sendingu í boði Ísfirðingsins, Emils Pálssonar. 

Seinni leikur liðanna fer fram næsta fimmtudag, þann 10. júlí, í Lurgan í Norður-Írlandi. FH-liðið er í virkilega góðri stöðu, en björninn er þó ekki allur unnin. Okkar menn þurfa að mæta til leiks með hugann við verkefnið næsta fimmtudag og þá er ekki spurning hver niðurstaðan verður.

Komist liðið áfram mætir það FC Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í umferðinni þar á eftir, en meira verður fjallað um það eftir síðari leik FH og Glenavon. 

Twitter-umræða:

Hörður Magnússon, FH-ingur:

Var i Krikanum i kvold Heimir vann leikinn med 2faldri skiptingu og breytti i 4-3-3. Hef sed verri lid en Glenavon en ekki komnir i leikform

Guðlaugur Valgeirsson, fagmaður:

Atli Guðna er ekki bara Pepsi Guðna heldur líka Evrópu Guðna !

Kristján Atli Ragnarsson, FH

Aðrar fréttir