Ólafur Jóhannesson lætur af störfum

Ólafur Jóhannesson lætur af störfum hjá FH Eftir erfiða byrjun meistaraflokks karla í Bestu deildinni hefur Knattspyrnudeild FH komist að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jóhannesson láti af störfum sem þjálfari FH. Ólafur tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti deildarinnar ásamt því að falla úr leik í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar.

Ólafur kveður FH sem einn af sigursælustu þjálfurum félagsins og mun stundin á Akureyrarvelli 2004 aldrei gleymast. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ólafi vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar.

Sigurbjörn Hreiðarsson lætur einnig af störfum sem aðstoðarþjálfari og þökkum við honum fyrir hans störf fyrir félagið.

Aðrar fréttir