Óli á EM

Óli á EM

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti EM hóp Íslands í dag og var Ólafur
okkar Guðmundsson valinn í hópinn. Sannarlega frábær árangur hjá Óla
sem er að stíga sín fyrstu skref inn í landsliðið.

Í hópinn voru einnig valdir FHingarnir Aron Pálmarsson og Logi Geirsson, en tvísýnt var með hvort Logi gæti farið með liðinu vegna þeirra meiðsla sem hann hefur glímt við lengi.

Það er því ljóst að 3 FH hjörtu munu slá í landsliðshópnum í Austurríki.

Hópurinn er annars þannig skipaður:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Levy Guðmundsson, TV Emsdetten
Aðrir leikmenn:
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Sturla Ásgeirsson, HSG Düsseldorf
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Vignir Svavarsson, Lemgo
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Ingimundur Ingimundarson, GWD Minden
Arnór Atlason, FCK Köbenhavn
Aron Pálmarsson, Kiel
Snorri Steinn Guðjónsson, Rhein-Neckar Löwen
Logi Geirsson, Lemgo
Ólafur Guðmundsson, FH
Alexander Petersson, Flensburg
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG Svendborg

Til hamingju Óli með þennan frábæra árangur! Gangi ykkur öllum vel á EM!

Aðrar fréttir