Óli Guðmunds: ekki annað hægt en að vera stoltur FH-ingur

Óli Guðmunds: ekki annað hægt en að vera stoltur FH-ingur

1. Jæja Óli. Oddaleikur á morgun, eru menn ekki vel stemmdir?
Jú ekki annað hægt en að vera vel stemmdur fyrir svona leik, erum búnir að vera æfa í allan vetur til að vera klárir í einmitt svona leik.

2. Hvað þurfu þið að bæta frá leiknum í gær(fyrradag)?
Það eru nokkur atriði, eins og til dæmis hlaupin til baka, þeir refsa okkur mikið ef við klárum ekki sóknirnar okkar með góðum skotum á markið. Svo eru nokkrir aðrir hlutir sem við höfum farið yfir á fundum og vonum bara að það skili sér í leiknum í kvöld.

3. Var ekki stuðningurinn frábær á laugardag og fimmtudag?
Jú stuðningurinn var fyrmyndar á báðum þessum leikjum og í rauninni í allan vetur, þetta er ótrúlegur klúbbur og ekki annað hægt en að vera stoltur FH-ingur þessa dagana.

4. Er ekki málið, húsið fullt af FH-ingum og brjáluð stemning?
Jú ég trúi ekki öðru en allt þetta fólk mæti nú á oddaleikinn, allt undir og mikil spenna, verður hrikalega skemmtilegur leikur.

5. Eru einhverjir óskamótherjar í úrslitunum ef þið komist þangað? Er það ekki bara 50-50?
Nei í rauninni ekki, ætlum að byrja á því að klára okkar leik í kvöld og ÞEGAR við erum búnir að því þá kanski getum við farið að undirbúa okkur fyrir úrslitaleikinn 🙂

Aðrar fréttir