Óli og Bjarni óheppnir með vind í sprettunum

Óli og Bjarni óheppnir með vind í sprettunum

Bjarni Þór Traustason hljóp 100 m á 10.95 sek sem er aðeins 9/100 sek frá hans besta árangri í 100 m og Ólafur Sveinn Traustason bróðir hans hljóp á 11.02 sek sem er hans besti árangur en því miður var of mikill meðvindur.

Óli hljóp svo 60 m á 7.09 sek og Bjarni á 7.10 sek sem er besti árangur hjá báðum og undir Hafnarfjarðarmeti Bergþórs Jónssonar (6.9 sek (handtímataka)) en þar ein og í 100 m hlaupinu þá var vindur of mikill. En vonandi verða þeir heppnir með vind því að þá koma bætingarnar fljótt

Og í rigningunni kastaði Óðinn kringlunni 46.02 m og kúlunni 15.09 m.

Aðrar fréttir