
Olisdeildin Valur -FH á Hlíðarenda
Valsliðið , undir stjórn Óla Stef byrjaði vel í haust, en síðan kom smá niðursveifla hjá þeim og hafa fengið 7 stig af 8 síðustu 4 leiki.
Þeir sitja nú í 5 sæti Olísdeildarinnar en FH er í 2 sæti og vilja helst komast á toppinn. FH-liðið hefur orðið við smá skakkaföllum, en eins og flestir vita varð Ragnar Jóhannsson fyrir meiðslum í síðustu viku og verður frá einhverja mánuði. Einnig varð Benedikt Reynir fyrir smá meiðslum, en von er á honum til baka á næstu dögum. En við teljum okkur hafa mannskap til að taka við keflinu af Ragga og Benna. Að sjálfsögðu er stefnt er á sigur í Vodafonehöllinni.
Eins og alltaf skiptir stuðningur fólksins máli….. þú skiptir máli….. láttu sjá þig og hvetjum strákana til sigurs
Fimmtudagur 21 nov kl 20:00 Hlíðarendi
VIÐ ERUM FH !!!!!!!!!