Ólympíuleikar Æskunnar

Ólympíuleikar Æskunnar

Rakel Ingólfsdóttir tók þátt í 3000 m. hlaupi og endaði í 8. sæti átímanum 10:31.38 mín. Hlaupið hjá Rakel var mjög gott og tíminn góðurmiðað við aðstæður því það var 40 stiga hiti á vellinum þegar hlaupiðfór fram.

Heildarárangur úr keppninni.

Íris Svavarsdóttir keppti í hástökki. Hún varð í 9. sæti og stökk 1.65m. Hún keppti sömuleiðis í 100 m. grindarhlaupi og varð í 17. sæti átímanum 16.51 sek.

Kristinn Torfason keppti til úrslita í langstökki.Hann stökk aftur 6.69 m. sem dugði honum ekki til að komast áfram í 8manna úrslit.

Keppendur frá öðrum félögum.

Unnur Arna Eiríksdóttir keppti í 400 m hlaupi og varð í 11. sæti á tímanum 59.30 sek. Þetta er hennar bestitími á árinu en dugði ekki til að hún kæmist áfram. Unnur Arna Eiríksdóttir keppti í 200 m. hlaupi. Hún hljóp á tímanum 26.61 sek. og varð í 17. sæti.

Kristín Þórhallsdóttir keppti í 100 m. hlaupi og varð í 20. – 21. sæti á tímanum12.97 sek. og komst ekki áfram.

Hallbera Eiríksdóttir keppti í kringlukasti. Hún kastaði 34.96 m. og hafnaði í 10. sæti.Hallbera Eiríksdóttir keppti í spjótkasti. Kastaði hún 28.16 m. og varð í 11. sæti.

Kristín Þórhallsdóttir tók þátt í langstökki. Hún gerði öll stökk ógild.

Aðrar fréttir