Ólympíumót Smáþjóða

Ólympíumót Smáþjóða

Silja sigraði í 100 m hlaupi á 11.97 sem er aðeins 4/100 sek frá hennar besta tíma. Og aðeins 7/100 frá lágmarkinu í Evrópumeistaramóti Unglinga sem fer fram í Ítalíu eftir 3 vikur. En Silja stefnir á að ná lágmarkinu í 200 m hlaupinu en það er 24.40 sek. Sveinn Þórarinsson varð sjöundi í 100 m hlaupinu á 11.06 sek en óljósar fréttir er að hann hafi hlaupið á 11.02 í Undanúrslit og ef það er rétt þá er það bæting um 5/100 sek. En Sveinn á eftir að hlaupa 200 m og 400 m grind.

Aðrar fréttir