Orðsending frá knattspyrnudeild FH

Orðsending frá knattspyrnudeild FH

Kæru stuðningsmenn FH

Með birtingu þessa bréfs frá Aga-og
úrskurðanefnd KSI vil ég  varpa ljósi á hvað ósæmileg hegðun áhorfenda
getur haft í för með sér.  Eins og fram kemur í bréfinu er það á ábyrgð
Knattspyrnudeildar FH að heimaleikir okkar fari vel fram og að
áhorfendur hagi sér. Það er ekki nokkur ástæða til þess að dómarar nú
eða leikmenn aðkomuliðs verði fyrir þeirri hegðun áhorfenda sem fram
kemur í bréfinu. Við FH-ingar leggjum metnað okkar í að sýna drengskap
og prúðmennsku innan vallar sem utan.

Ég skora á alla þá sem bera hag félagsins fyrir brjósti að
leggja okkur lið þannig að þetta bréf frá Aga-og úrskurðanefnd KSI
verði það síðasta sem þeir senda til okkar.

Áfram FH

Jón Rúnar Halldórsson
Formaður Knattspyrnudeildar FH

Bréfið frá  Aga-og úrskurðanefnd KSI má finna hér

Aðrar fréttir