Orðsending frá leikmönnum mfl karla

Orðsending frá leikmönnum mfl karla

Kæru, kæru FH-ingar.

 

Hvað er hægt að segja eftir svona viðburð eins og átti sér stað í Krikanum í gærkvöldi? Maður er ennþá með gæsahúð. Þvílíkir áhangendur sem þið eruð. Þvílíkir stuðningsmenn.

Við leikmenn viljum fá að koma á framfæri þakklæti til ykkar allra sem mættuð á leikinn gær og sáuð um að koma lögum og reglu á bæjarfélagið okkar aftur. Þið sýnduð það og sönnuðuð að FH á lang flottustu áhangendur á Íslandi og þó víðar væri leitað. Það eru forréttindi okkar leikmanna að fá að njóta ykkar stuðnings. Og ég segi það enn og aftur, það eru forrétttindi að vera FH-ingur.

 

Eins viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu aðila sem vinna baki brotnu á bak við tjöldin við að gera umgjörðina hjá okkur eins glæsilega og hún var í gær. Þetta verður einfaldlega ekki betra.

 

Njótum þess nú að vera FH-ingar J

 

Takk kærlega fyrir okkur.

 

Fh. Mfl.kk FH

Hjörtur Hinriksson, fyrirliði.

Aðrar fréttir