Orðsending frá meistaraflokki kvenna

Orðsending frá meistaraflokki kvenna

Kæru FHingar.

Eins og þið vitið erum við stelpurnar komnar alla leið í stærsta leik vetrarins, bikarúrslitaleikinn sjálfann. Við héldum norður á Akureyri s.l laugardag og unnum stóran sigur á KA/Þór og tryggðum okkur þar með farseðilinn í Höllina. Það var algjörlega frábært að fá rútuna með okkur norður, í henni voru 20 manns sem eingöngu mættu norður til að horfa á okkur og styðja við okkur. Þetta var algjörlega ómetanlegt og við erum ykkur svo þakklátar. Þið studduð okkur þvílíkt, lætin í ykkur og hvatningin var algjörlega ómótstæðileg og það kveikti bál. Einnig voru FHingar sem búa fyrir norðan duglegir að mæta, og kunnum við þeim líka bestu þakkir. Þetta var frábær dagur, frábær sigur og FRÁBÆRIR STUÐNINGSMENN. TAKK!!!!

En baráttan er ekki búin, bikarúrslitaleikurinn staðreynd og við ætlum okkur að sjálfsögðu að standa okkur í honum.  Bálið logar enn og við þurfum bara að bæta í það til að styrkja eldinn enn betur. Við hlökkum  mikið til þessa leiks og treystum við því að þið, kæru stuðningsmenn, fjölmennið í Höllina og hjálpið okkur að gera þennan dag ógleymanlegan.

F. h. Meistaraflokks kvenna
Hafdís Hinriksdóttir.

ÁFRAM FH!!

 

Aðrar fréttir