Orðsending frá Silfurrefnum

Orðsending frá Silfurrefnum

Mynd: Jóhannes Long

Frábæru FH ingar

Eins og meistari Tryggvi bendir á í orðsendingu til okkar, þá er mikilvægt að við náum upp sama stemmara og við náðum í Valsleiknum á Hlíðarenda árið 2005. Það eru fleiri sem tala um þessa ógleymanlegu stemmningu. Meistari Heimir Guðjóns hefur einnig talað um hvað það var magnað að hita upp við stanslausa söngva frá stuðningsmönnum FH. Nú er það mál málanna að verða við bón leikmanna og þjálfara liðsins og mæta í Krikann ekki seinna en 40 mínútum fyrir leik, og búa til mestu stemmningu sem sést hefur í Kaplakrika frá upphafi. Hjálpa leikmönnum að ná upp stemmningu og vinna leikinn og þar með tryggja okkur Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Á góðum degi getum við stuðningsmenn verið sem tólfti maður, og ef það er einhvern tímann sem leikmenn þurfa á þeim manni að halda, þá er það á sunnudaginn.

Stuðningsmönnum FH verður boðið í grill uppá Áttu, bar allra FH inga, milli kl. 13 og 14. Snillingarnir Ægir og Raggi, ætla að grilla eðal hamborgara í stuðningsmenn og gildir þá einu hvort menn vilja kalla sig Mafíumeðlimi eða bara FH inga, það eru allir FH ingar velkomnir eins og alltaf. Heiðar, Halli og Viddi, hinir sannkölluðu snillingar og Hafnarfjarðarmafíumeðlimir ætla að taka öll sín bestu lög, og má segja að þá verði gerð “general prufa” á öllum þeim lögum sem við eigum fyrir okkar frábæra lið.

Svo verður tekin skrúðganga á slaginu kl. 16 uppí Krika, og við ætlum að sýna hvað í okkur býr í stúkunni.

ÁFRAM FH

(Tekið af fhingar.net).

Aðrar fréttir