Orra Þórðarson yfirþjálfari

Orra Þórðarson yfirþjálfari

Barna- og unglingaráð FH (BUR) gert samning við Orra Þórðarson um yfirþjálfun yngri flokka félagins í knattspyrnu. Orri hefur gengt stöðu yfirþjálfara BUR í hlutastarfi undanfarin tvö ár en samningurinn gerir honum kleift að sinna starfinu alfarið, ásamt því að annast þjálfun 3. fl. kk.

Með samningum mun Orri hafa yfirumsjón með faglegu starfi yngri flokka knattspyrnudeildar. Hann skipuleggur m.a. hvert tímabil m.t.t. þjálfunarstefnu deildarinnar og veitir þjálfurum ráðgjöf og aðhald varðandi þjálfun. Hann sér til þess að ársáætlanir séu gerðar fyrir alla flokka og að þeim sé fylgt eftir. Hann stuðlar einnig að auknu upplýsingaflæði milli þjálfara og forráðamanna og þjálfara og stjórnar BUR.

Með samningnum vonast BUR til að efla enn frekar það góða og faglega starf sem unnið er innan knattspuyrnudeildar FH og tryggja þannig að félagið verði eftir sem áður í fararbroddi íknattspyrnuþjálfun barna- og unglinga hérlendis.

Aðrar fréttir