Öruggur sigur á nýliðum Selfoss – Umfjöllun

Öruggur sigur á nýliðum Selfoss – Umfjöllun

FH-ingar héldu í kvöld uppteknum hætti í N1-deild karla þegar þeir mættu nýliðum Selfoss í Kaplakrika. Mátti fyrir leik búast við mikilli mótspyrnu nýliðanna, enda baráttuglaðir með eindæmum auk þess sem að þeir eru flinkir handboltamenn. Sú reyndist þó ekki raunin, allavega ekki lengst af.

Fyrri hálfleikur
Leikurinn hófst nokkurn veginn alveg eins og búast mátti við. Selfyssingar mættu baráttuglaðir til leiks og ætluðu sér greinilega ekki að gefa neitt eftir fyrir framan fjölmarga stuðningsmenn sína. Jafnt var á tölum fyrstu 10 mínúturnar, lítið var skorað og varnir beggja liða virkuðu kröftugar. Á 10. mínútu var staðan 4-4 og leikurinn nokkurn veginn í jafnvægi.

En þá tóku FH-ingar þá ákvörðun að stinga af – og það gerðu þeir. Á 18. mínútu var staðan orðin 11-6 fyrir FH, og þar mátti helst þakka fyrir frábærum varnarleik og svo auðvitað Pálmari Péturssyni, sem var í ham á milli stanganna. FH-ingar sóttu hratt en jafnframt yfirvegað, sem að sjálfsögðu þýddi það að flestallt sem FH-ingar reyndu virtist enda í marki Selfyssinga. Okkar menn greinilega í stuði og var munurinn orðinn 9 mörk áður en menn vissu af. Stór munur en sanngjarn. Áður en yfir lauk náðu Selfyssingar þó að bæta stöðuna örlítið og í hálfleik var staðan  20-14 fyrir heimamenn.

Seinni hálfleikur
Seinni hálfleikur byrjaði nokkurn veginn eins og sá fyrri, Selfyssingar mættu ákveðnir til leiks og virkuðu meira sannfærandi í sínum aðgerðum heldur en áður – sóknarleikurinn fékk betur að fljóta og varnarleikurinn batnaði. FH-ingar virkuðu örlítið dasaðir í byrjun, eins og þeir væru að gefa dálítið eftir…en sú reyndist þó alls ekki vera raunin.

Eftir jafnar upphafsmínútur í seinni hálfleik tóku FH-ingar upp á því að setja í fluggírinn á ný og þá héldu þeim engin bönd. Varnarleikurinn styrktist stígvaxandi, Pálmar varði eins og berserkur (18 skot í kvöld) – oft úr dauðafærum og sóknarleikurinn fylgdi í kjölfarið, en hann byggðist að mestu upp á hraðaupphlaupum. Staðan var orðin 28-18 fyrir FH þegar 10 mínútur voru eftir og öruggur sigur FH-inga svo að segja í höfn, enda virtust Selfyssingar ekki vera líklegir til afreka á lokasprettinum. Þá fengu yngri leikmenn sénsinn og stóðu þeir sig með ágætum, en Selfyssingar náðu þrátt fyrir það að laga stöðuna örlítið. Lokatölur 31-25 fyrir FH, gríðarlega öruggur og góður sigur.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði FH-inga í kvöld, eins og í síðustu tveimur leikjum, en í þetta skiptið skoraði hann 7 mörk. Ásbjörn Friðriksson var einnig atkvæðamikill, en hann skoraði 6 mörk að þessu sinni og var að vanda öflugur í sóknarleik FH-inga. Næstir komu svo þeir Hermann Ragnar Björnsson og Logi Geirsson, Hermann skoraði 5 mörk en Logi fjögur. Logi var þar að auki mjög skapandi eins og í fyrri leikjum og greinilegt að hann hefur góð áhrif á sóknarleik FH-inga.

Eins og staðan gaf til kynna var sigur FH-inga gríðarlega sannfærandi, og þar að auki síst of stór. Í raun var leikurinn framhald af því sem sést hafði í fyrstu tveimur leikjunum í mótinu, gegn Aftureldingu og Haukum, en þá er sérstaklega verið að tala um frábæra liðsheild, frábæra vörn og agaðan sóknarleik sem sjaldan fór út í einhverja vitleysu (þ.e.a.s. ótímabær skot, óþarfa einstaklingsframtak o.fl.).  Greinilegt að okkar menn hafa nýtt æfingatímabilið gríðarlega vel, en í þessum þremur leikjum sem búnir eru hafa þeir virkað mjög sannfærandi. Það má þó ekki gleyma því að Íslandsmótið í handknattleik er ekki sprettlaup – það er maraþon, og til þess að árangur náist í löngu móti verða allir að gefa allt sitt í ÖLLUM leikjum, sama á móti hverjum það er. En byrjunin lofar allavega mjög góðu fyrir FH-inga og vonandi að þetta sé bara það sem koma skal í vetur.

En þá að áhorfendum. Stuðningsmenn FH voru virkilega góðir í kvöld o

Aðrar fréttir