Öruggur sigur í Grindavík

Öruggur sigur í Grindavík

 
FH mættu í kvöld liði Grindavíkur í Grindavík. FH liðið var á
mikilli siglingu fyrir leikinn – en Grindavík gengið brösulega í byrjun
og Milan Stefán Jankovic steig til hliðar og Lúka Kostic tók við og
hefur leikur Grindavíkur verið upp á við eftir það, en FH-ingum hefur
alltaf gengið vel í Grindavík og unnið stórt undanfarin ár.

Okkar menn byrjuðu vel og fengu fyrsta færið á 2.min. þegar Atli
Viðar Björnsson komst upp að endamörkum og hefði getað rennt boltann á
Söderlund en skaut sjálfur og boltinn í hliðarnetið. Á 5.min. átti
varnarmaður Grindavíkur missheppnaða sendingu og Söderlund komst í
boltann en náði ekki að nýta sér það. Á 9.min. kom fyrsta markið. Eftir
svakalega tilburði varnarmanna Grindavíkur að koma boltanum í burtu,
meðal annars að markmaður Grindavíkur sparkaði í boltann í staðinn
fyrir að grípa hann. Eftir öllu mistökin kom loksins Matthías
Vilhjálmsson boltanum í netið og FH komnir í 1-0. Á 15.min. voru
Grindavíkur-menn næstum búnir að jafna en skot Jóhans Helgasonar fór
rétt framhjá. Á 23.min. átti Ásgeir Gunnar ágætis skot en boltinn yfir
markið. Lítið um færi í fyrri hálfleik. Á 27.min. gaf Hjörtur Logi
frábæran bolta fyrir markið og þar var Matthías Vilhjálmsson sem
skallaði boltann framhjá. Á 29.min. var smá sofandi háttur í vörn FH og
Óli Baldur sem var nýkominn inná fyrir Grindavík reyndi að vippa
boltanum yfir Daða en Daði lét ekki gabba sig og varði vel. Á 34.min.
lék Atli Guðnason varnarmenn grátt – en skaut boltanum hárfínt yfir
markið.

 
Síðari hálfleikur hófst ágætlega en fyrsta almennilega færið kom
ekki fyrr en á 50.min og þá kom einmitt annað mark FH-inga, 2-0. Ásgeir
Gunnar lék á varnarmenn Grindavíkur og gaf fyrir markið. Eftir
klaufagang hjá varnarmönnum Grindavíkur náði Atli Viðar Björnsson að
skora. Á 55.min. fengu FH aukaspyrnu á ágætum stað. Atli Guðnason tók
spyrnuna en hún fór himinhátt yfir markið. Á 72 min. átti Hjörtur Logi
flottan bolta fyrir markið, en Davíð Þór skallaði yfir markið. Lítið
var um færi í síðari hálfleik og fátt um fína drætti. Á 77. min. átti
Hjörtur Logi flotta aukaspyrnu langt frá markinu en boltinn var á leið
yfir Óskar í marki Grindavík en náði að slæma hendinni í boltann sem
fór í slánna og beint á Alexander Söderlund sem skallaði boltann í
slánna. Á 83.min. fengu FH-ingar áleitlega sókn þegar Alexander
Söderlund komst upp að endamörkum og lagði boltann fyrir markið þar sem
Matthías Vilhjálmsson skaut en Óskar varði vel. Stuttu seinna tók
Tryggvi hornspyrnu þar sem boltinn rataði beint á kollinn á Atla Viðari
Björnssyni sem skoraði sitt annað mark og negldi síðasta naglann í
líkkistu Grindvíkinga. Lokatölur 3-0 fyrir FH.
 
Byrjunarlið FH: Daði Lárusson – Guðmundur Sævarsson(Freyr
Bjarnason 71′), Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi
Valgarðsson – Davíð Þór Viðarsson(f), Ásgeir Gunnar Ásgeirsson(Björn
Daníel Sverrisson 69′), Matthías Vilhjálmsson – Alexander Söderlund,
Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason(Tryggvi Guðmundsson 75′).
 
Dómari: Magnús Þórisson – ágætur
Áhorfendur: 1110
Maður leiksins: Atli Viðar Björnsson – FH

Aðrar fréttir