Pælingar Pálma um leikinn í gær…

Pælingar Pálma um leikinn í gær…

Hvað klikkaði í gær Pálmi?

Vorum í rauninni að spila ágætis bolta í gær þannig séð, menn voru að komast í færi hvað eftir annað en við nýttum þau alveg skelfilega. Roland er mjög góður en  það var nú samt algjör óþarfi að skjóta hreinlega í hann hvað eftir annað. Við hefðum nokkrum sinnum í leiknum getað minnkað muninn í 2 mörk og gert þetta að leik en þá fóru menn illa að ráði sínu og tóku ótímabær skot. Vörnin sem við spiluðum var heldur ekki að ganga, hefði viljað fara mun fyrr í 6-0 því við réðum ekkert við þá í 5-1, þeir spiluðu sig í gegnum hana hvað eftir annað. Eini maðurinn sem gat skotið utan af velli hjá þeim var Patti(Patrekur Jóhannesson). Ömurlegt að horfa á þessa stráka hjá þeim labba í gegnum vörnina í 50 mínútur.

Er einfaldlega þessi getumunur til staðar á liðunum?

Nei, ég vill ekki meina það. Ef þessir guttar hefðu ekki Patta til að stjórna sér þá væru þeir ekki svona sterkir, hann er allt í öllu í þessu liði, varnar- og sóknarlega. Þeir voru reyndar betri en við í gær, klárlega, en margir leikmenn í okkar liði eiga mun meira inni en þeir sýndu í gær og því hefðum við alveg getað klárað þennan leik á góðum degi.

Nú hefur verið allt annar bragur á liðinu eftir áramót, hver er skýringin á því?

Sóknarleikurinn hjá okkur er allt annar, mun agaðri og loksins einhver stjórnun í gangi, Steini fjandi góður í því hlutverki. Valur hefur komið virkilega sterkur inn í skyttuna, hrein unun oft á tíðum að horfa á kallinn. Við erum núna að spila betur sem lið, það var allt of mikið um það að menn ætluðu að redda hlutunum sjálfir. Gamli kallinn(Magnús Sigmundsson) og Elvar hafa líka verið að verja mjög vel hjá okkur. Það hefur líka verið fín mæting á pallana í undanförnum leikjum, þrátt fyrir ekki mjög vænlega stöðu í deildinni, það að fá stuðning frá áhorfendum í þessum leikjum sem eftir eru er mjög mikilvægt, því við ætlum okkur að vera meðal 8 efstu. Það kemur ekki til greina að FH falli, hefur aldrei gerst og við munum ekki láta það gerast.


Næsti leikur hjá ykkur er gegn Selfossi á útivelli og það má kannski segja að allir leikir héðan í frá séu upp á líf og dauða fyrir ykkur?

Já, það reynir virkilega á okkur í þessum leikjum sem eftir eru. Hver einn og einasti leikur sem eftir er verður hreinlega að vinnast, endum þetta svo í síðustu umferð með því að taka Haukana. Þeir eru bara með lala lið og alveg klárt að við klárum þetta tímabil almennilega. Áfram FH!

Að lokum Pálmi, hverjir taka HM í Þýskalandi í sumar!?

England

Aðrar fréttir