Pepsi-deildin í knattspyrnu 2009

Pepsi-deildin í knattspyrnu 2009

Ölgerðin og Pepsi verða samstarfsaðilar félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára (2009-2011).  Deildirnar heita héðan í frá Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna.

Áhugi á íslenskri knattspyrnu og vinsældir knattspyrnu almennt hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. Beinar sjónvarpsútsendingar eru fleiri en áður, umfjöllun fjölmiðla er viðameiri og fjöldi áhorfenda á leikjum hefur aukist, auk þess sem gæði knattspyrnunnar verða sífellt meiri.

Spennan fyrir baráttuna í sumar magnast með hverjum deginum sem líður.  Útlit er fyrir að Pepsi-deild karla verði jöfn og spennandi, líkt og undanfarin ár, og að baráttan verði hörð jafnt á toppi sem botni.  Hið sama má segja um Pepsi-deild kvenna, þar sem fleiri lið eru farin að blanda sér í baráttuna um toppsætin.

Í Pepsi-deild karla 2009 leika þessi lið:  Breiðablik, FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grindavík, ÍBV, Keflavík, KR, Stjarnan, Valur og ÞrótturR.

Í Pepsi-deild kvenna 2009 leika þessi lið:  Afturelding/Fjölnir, Breiðablik, Fylkir, GRV, ÍR, Keflavík, KR, Stjarnan, Valur og Þór/KA

Pepsi hefur stutt við bakið á knattspyrnu um víða veröld um langa hríð og er mikill fengur að þessu samstarfi fyrir íslenska knattpsyrnu. Ölgerðin, framleiðandi Pepsi hérlendis, var stofnuð árið 1913 og framleiðir og selur drykki, matvörur og margs konar sérvörur fyrir íslensk heimili og fyrirtæki.

Verðlaunafé í Pepsi-deildum karla og kvenna 2009

Eftirfarandi upphæðir verða greiddar félögum í Pepsi-deildum karla og kvenna sem verðlaunafé í lok móts:

Pepsi-deild karla

Sæti    Upphæð

1         1.000.000

2             700.000

3             500.000

4             300.000

5             300.000

6             300.000

7             300.000

8             300.000

9             200.000

10           200.000

11           200.000

12           200.000

Pepsi-deild kvenna

Sæti    Upphæð

1         1.000.000

2            700.000

3            500.000

4            300.000

5            300.000

6            300.000

7            300.000

8          &nbs

Aðrar fréttir