Pistill frá þjálfara 6. flokks karla í handbolta

Pistill frá þjálfara 6. flokks karla í handbolta

Um síðustu helgi fór 60 manna hópur leikmanna, þjálfara og
fararstjóra úr FH til Vestmannaeyja til að taka þátt í síðasta móti vetrarins í
6. flokki karla í handbolta.

 

Ferðin heppnaðist afar vel og var umgjörðin í kringum
FH-strákana til mikillar fyrirmyndar, auk þess sem mótshald var eins og best
verður á kosið, enda kunna Eyjamenn líklega manna best að halda fjölmenn
íþróttamót.

 

Árangur strákanna var glæsilegur, þar sem FH átti fulltrúa á
verðlaunapalli í öllum liðum, bæði fyrir mótið sjálft og fyrir samanlagðan
árangur á Íslandsmótum vetrarins. Öll lið stóðu sig vel: Fjögur af fimm liðum
komust í milliriðil, A-lið endaði í þriðja sæti, B-lið fékk líka brons, C2
endaði í 6. sæti en strákarnir í C1 gerðu sér lítið fyrir og fóru alla leið í
úrslitaleikinn, þar sem þeir unnu langþráðan sigur á sterku liði Selfoss, í
miklum markaleik, en leikurinn endaði 3-2.

 

Þrátt fyrir að vissulega sé gaman þegar árangur innan vallar
er góður þá var í þessari ferð líka sýnt fram á það enn og aftur að mót sem þessi
eru fyrst og fremst ævintýri fyrir unga iðkendur og eftirminnileg upplifun
fyrir alla sem taka þátt. Þegar vel er haldið utan um hópinn, eins og svo
sannarlega var gert í þetta skiptið, eru svona ferðir frábær hvatning fyrir að
halda iðkun áfram og taka enn frekari framförum, sem hlýtur jú að vera
meginmarkmiðið með yngri flokka þjálfun.

 

Samanlagður árangur úr Íslandsmótum vetrarins var á þá leið
að C2 lenti í 4. sæti og C1 í 2. sæti, B-liðið tapaði hreinum úrslitaleik um
Íslandsmeistaratitilinn við Gróttu í milliriðli og endaði í öðru sæti samanlagt
en A-liðinu dugði þriðja sætið í þessu móti og urðu Íslandsmeistarar í
samanlagðri keppni.

 

Það má segja að FH séu líka ákveðnir sigurvegarar þegar
horft er yfir allan 6. flokkinn í vetur, því á þessu tímabili hafa FH-lið ávallt
skipað sér í fremstu röð, bæði á einstökum deildar- og Íslandsmótum, og einnig
í heildarstigakeppni. Til að mynda varð C1 deildameistari, B-liðið varð í öðru
sæti og A-liðið í því þriðja í deildamótinu, og samanlagður stigafjöldi
FH-liðanna sem tekið hafa þátt í öllum mótum í vetur er 120 stig af 150
mögulegum, sem reiknast sem 80% árangur úr öllum keppnum.

 

Ekkert annað félag kemst nálægt Fimleikafélaginu þegar litið
er til þessa, og sýna þessar tölur svo ekki verður um villst, þá breidd sem í
flokknum býr og þann fjölda efnilegra handboltamanna sem þar er að finna. Það
sem meira máli skiptir er að strákarnir eru upp til hópa mjög áhugasamir um
íþróttina, hafa jákvætt hugarfar og mikinn metnað til að ná langt. Til viðbótar
við þetta má svo benda á að fjölgun iðkenda í flokknum hefur verið framar
björtustu vonum og mæta nú hátt í 50 strákar á æfingar.

 

Í lofpistli sem þessum (og ef einhver er ennþá að lesa þessa
langloku) er ekki hægt annað en að minnast líka á árangur annarra yngri flokka
í handboltanum í vetur þar sem frá þriðja flokki karla og niður úr má finna Íslands-
og deildameistara víða og FH mjög áberandi í toppbaráttu alls staðar, auk þess
sem í yngri flokkum kvenna varð 5. flokkur deildameistari og í öðru sæti í
Íslandsmóti og unglingaflokkur kvenna datt út úr úrslitakeppninni fyrir Fylki
sem tapaði svo naumlega í úrslitaleik fyrir Fram.

 

Þegar litið er svo til þess fjölda sem nú leggur stund á
handbolta í FH og þess efniviðar sem bíður þess að vera mótaður er ekki hægt
annað en að vera bjartsýnn fyrir hönd

Aðrar fréttir