Pistill yngri fl drengja

Pistill yngri fl drengja

Frábær árangur yngri flokka.

Nú þegar uppskeruhátíð yngri flokka er á næsta leyti er ekki úr vegi að staldra aðeins við og fara yfir þann frábæra árangur sem náðst hefur á þessu tímabili. Tímabilið hefur gengið frábærlega fyrir sig í alla staði, mikill fjöldi iðkenda hefur æft af krafti og framfarirnar og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Tittlarnir voru fjölmargir og er það ljóst að það bíður Geira Hall og starfsfólki Kaplakrika ærið verkefni að finna pláss í bikaraskápum félagsins en þeir eru þétt skipaðir nú þegar. Þjálfarar FH í handboltanum fengu einnig sinn skerf af kennslu og endurmenntun, en Henrik Kronborg landliðsþjálfari Dana hélt fyrirlestur fyrir okkar þjálfara og tók að sér að þjálfa í Krikanum í heila viku. Eins var boðið upp á fyrirlestra jafnt og þétt yfir veturinn, meðal fyrirlesara voru m.a. Viðar Halldórsson Lektor í íþrótta og félagsfræði og Róbert Magnússon sjúkraþjálfari og kunnum við FH-ingar þeim bestu þakkir fyrir sín innlegg. Allt var þetta gert með því markmiði að efla deildina enn frekar og má segja að það hafi tekist með miklum ágætum, allavega lét árangurinn á vellinum ekki á sér standa.
Hér á eftir fylgir upptalning á flokkum deildarinnar og lítil umsögn um viðkomandi flokka.
( því miður hef ég ekki fengið myndir frá öllum flokkum, en hægt er að senda mér myndir á sverrir@fh.is )
2.flokkur karla:

Aðrar fréttir