Pistill

Pistill

Eftir dapran leik á móti sænsku meisturunum var æft á miðvikudeginum en á fyrri æfingunni skokkuðu þeir sem höfðu spilað leikinn en hinir tóku vel á því með aðstoðarþjálfaranum. Þar bar helst á góma sigur iðnaðarins á landbúnaðinum en til að útskýra það betur þá spiluðu Atli Guðna, Heimir, Árni Freyr og Hjalti á móti Manna, Hemma, Atla Viðari og Matta. Þetta var hörku leikur sem endaði held ég í úrslitamarki þar sem Atli Guðna tryggði iðnaðinum sigur. Landbúnaðurinn vildi svo rematch á seinni æfingunni en það endaði aftur með sigri iðnaðarins. Svekk fyrir landbúnaðinn en góð tilraun engu að síður.

Um kvöldið var svo horft á meistaradeildina saman og bara almennt chill. Svo var tekin stutt æfing á fimmtudeginum því það átti að leika við eitthvað spánskt lið seinna um daginn. Leikurinn var á Spáni þannig að við þurftum að keyra í tvo tíma sem var ekki skemmtilegt. Svo þegar við komum sáum við að við áttum að spila á gervigrasi sem fór ekkert mjög vel í menn sérstaklega þegar við sáum að þetta var hrikalega þurrt. Ímyndið ykkur gamla gervigrasið á Ásvöllum í 30 stiga hita. Þannig að þessu lauk bara með því að Óli Jóh tók bara vamanos á þetta og við fórum aftur heim og við tók önnur tveggja tíma ferð. Reyndar var þessi rútuferð betri þar sem hver er maðurinn var tekinn og það stytti tímann. Tryggvi Guðmunds var sigurvegarinn en það tók langan tíma að finna hans mann. Reyndar var það dirty hjá honum þar sem maðurinn var svo Mikki mús en að sjálfsögðu er það persóna en ekki maður. Þetta var á dökkgráu svæði vægast sagt.

Á föstudeginum var vaknað snemma aftur og morgunæfing tekin með öllu tilheyrandi. Engin æfing var svo um daginn þannig að menn fóru á ströndina og það var tekið tan. Dabbi Vidd kunni öll trikkin í að taka tan en þetta gekk ekkert hjá honum. Jújú ég er að grilla hann varð dökkur kallinn. Hann var flottur með Dolce sólgleraugun sem kostuðu örugglega meira en góð grillveisla fyrir 30 manns. Menn voru á ströndinni allan daginn og skemmtu sér vel eftir erfiða viku. Svo um kvöldið borðuðu allir saman og voru með brandara og bara almennur stemmari. Svo var tekið karókí þar sem aftur var tekið Jeremy með Pearl Jam en Freysi og Geiri tóku það einmitt í fyrra. Það voru margir hittarar teknir svo sem tvö Oasis lög og Franz Ferdinand var einnig tekinn. Bee Gees aðdáendur fengu einnig sinn skammt. Það eru ekki allir sem fæðast með rapphæfileika en það fengum við að sjá í þessari ferð. Allan og Dabbi Vidd reyndu fyrir sér með Jay Z lagi en þeir eiga bara að láta þetta eiga sig held ég bara. Ég og Emmi Hall hefðum slátrað þessu lagi enda af holtinu.

Næsta morgun var svo vaknað snemma og pakkað og ekið út á flugvöll þar sem menn eyddu síðustu evrunum í fríhöfninni. Frábær ferð í alla staði, ekkert vesen, æft vel og hópnum var þjappað vel saman fyrir komandi átök.

Tómas Leifsson

Aðrar fréttir