Powerade mót í kvöld

Powerade mót í kvöld

Einna skemmtilegust á keppnin þó eftir að verða í 800m hlaupi karla en þar keppa m.a. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Stefán Már Ágústsson og Kári Steinn Karlsson en þeir keppa allir fyrir UMSS.

Í 100 metrunum mætast Sveinn Þórarinsson FH, Óli Tómas Freysson FH og Magnús Valgeir Gíslason Breiðablik í hlaupi sem án efa verður spennandi en allir þessir hlauparar geta sigrað.

Björn Margeirsson FH sem hefur lagt áherslu á 800m og 1500m hlaup ætlar að spreyta sig í 400m og mun þar veita Björgvini Víkingssyni FH harða keppni.

Óðinn Björn Þorsteinsson FH mun keppa í kúluvarpi og sleggjukasti en í sleggjunni keppir einnig Bergur Ingi Pétursson FH.

Sigrún Fjeldsted FH mun kasta spjótinu og í 200m hlaupi karla mætir Sveinn Þórarinsson aftur til leiks en með honum hleypur meðal annarra ungur hlaupari úr FH Guðmundur Heiðar Guðmundsson og ætlar hann sér að gera atlögu að íslandsmeti, en hann hljóp undir gildandi íslandsmeti á 1.Powerade móti sumarsins en vindur var ólöglegur.

Einnig munu fleiri ungir og efnilegir íþróttamenn spreyta sig á mótinu.

Hvetjum sem flesta til að mæta og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Aðrar fréttir