Pylsupartý og happadrætti í tilefni að KR-leiknum

Pylsupartý og happadrætti í tilefni að KR-leiknum

FH-ingurinn Torfi Jóhannsson, mun á mánudaginn opna verslun sína,
Steinsmiðju Hafnarfjarðar sem staðsett er í nokkurra metra fjarlægð frá
Kaplakrika, að Kaplahrauni 5. Í tilefni að opnun verslunarinnar og leik
FH-inga við piltana úr Vesturbænum ætlar Steinsmiðjan að slá upp veislu
fyrir alla Hafnfirðinga og grilla pylsur ofan í mannskapinn frá klukkan
18:00 og fram að leik. Um klukkan 18:30 mun þjálfari FH liðsins láta
sjá sig í smá stund ásamt nokkrum leikmönnum.

Þá fer líka fram happadrætti á mánudaginn sem Steinsmiðjan heldur í samstarfi við FH. Miðar verða seldir í Steinsmiðju Hafnarfjarðar á mánudaginn frá klukkan 11:00 og fram að leik en einnig verður hægt að kaupa miða rétt fyrir leik í miðasölunni í Kaplakrika. Miðinn kostar litlar 500 krónur og er hreinn styrkur til Fimleikafélagsins, en fyrstu verðlaunin eru ekki af verri endanum því Torfi hefur útbúið glæsilegt FH-merki úr stein og þá verða nokkrir smærri vinningar í verðlaun, m.a. nýjar FH-treyjur. Heppnir FH-ingar verða dregnir út í hálfleik á leiknum um kvöldið.

FH þakkar Torfa frábæran stuðning og bendir áhugasömum á að Steinsmiðjan mun koma til með að selja legsteina og borðplötur úr steini. Töluvert úrval mun verða af bæði innfluttum og íslenskum steinum til sýnis í versluninni. Í tilefni opnunarinnar ætlar Steinsmiðjan að bjóða öllum þeim sem staðfesta kaup á legsteini í Júní fría áletrun.

Sýnum nú hafnfirska samstöðu og mætum tímanlega til að fá okkur pylsu, reyna á heppnina og hita upp fyrir stórslaginn.

Koma svo… Áfram FH

Aðrar fréttir