Ráðning þjálfara hjá mfl kvk í handbolta

Ráðning þjálfara hjá mfl kvk í handbolta

Handknattleiksdeild FH hefur ráðið þá Guðmund Pedersen og Magnús Sigmundsson sem þjálfara hjá m.fl.kvenna hjá FH næstu tvö árin. Þeir taka við af Jón Guðlaugi Viggóssyni sem hefur látið af störfum. Jóni Gunnlaugi er þakkað góð störf fyrir félagið.
Guðmund og Magnús þarf ekki að kynna fyrir FH-ingum. Þeir hafa spila mörg hundruð leiki fyrir FH auk þess að hafa margra ára reynslu af þjálfun.
Deildin væntir mikils af Guðmundi og Magnúsi og hlakkar mikið til samstarfsins við þá. Í vetur þjálfuðu þeir saman 4. flokk karla hjá félaginu með flottum árangri. Frekari fréttir af meistariflokki kvenna er að vænta á næstu dögum og vikum.

Aðrar fréttir