RAGGI ÁFRAM HJÁ FH

RAGGI ÁFRAM HJÁ FH

Ragnar Jóhannsson framlengdi í morgun samning sinn við FH og mun leika áfram með liðinu næsta vetur.
Ragnar hefur verið mjög eftirsóttur af liðum erlendis sem og hér heima eftir að tímabilinu lauk en hann ákvað að vera áfram hjá fimleikafélaginu næsta vetur.

Raggi stefnir á að fara í atvinnumennsku eftir næsta tímabil og munum við FH-ingar hjálpa honum til að ná því markmiði. Aðstaða okkar er sú besta á landinu, fyrir leikmenn að vera í þessu umhverfi eru forréttindi. Við höfum verið að koma leikmönnum okkar út í atvinnumennsku undanfarin ár, og það ekki í neina smáklúbba.
FH er félag sem erlend lið líta til þegar leitað er að leikmönnum, við erum stolt af því. Við FH-ingar erum alveg í skýjunum, Raggi er gríðarlega öflugur leikmaður og drengur góður, þetta var gott kaffi í Krikanum í morgun segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

Aðrar fréttir