Ragna Björk og Björn Kristinn Golfarar FH 2018

Ragna Björk og Björn Kristinn Golfarar FH 2018

Hið árlega Golfmót FH var haldið s.l. föstudag, 7. september á Hvalerarvellinum í Hafnarfirði sem
skartaði sínu allra fegursta og var mál manna að sjaldan hefði völlurinn verið í betra standi. Við
FH-ingar færum Ólafi Þór framkvæmdastjóra og hans fólki okkar bestu þakkir fyrir afnotin af
vellinum og aðstoð við uppsetningu mótsins. Ekki síður fær Brynja í matsölunni og hennar fólk
okkar bestu þakkir fyrir afburða þjónustu og viðurgjörnin í mat og drykk.
Aðstæður til golfleiks voru þó ekki með því besta en gríðarmikill vindur með hviðum upp í 18-22
m/sek. gerði kylfingum mjög erfitt fyrir. Svo mikill var vindurinn að minnstu munaði að mótinu yrði
frestað. En á endanum var ákveðið að leggja í hann og var Pollýana gamla sett með leikmönnum í öll
holl og á endanum skemmtu kylfingar sér hið besta þrátt fyrir allt og mótið verður eflaust rifjað
oft upp á komandi árum vegna ýmissa „skemmtilegra“ atvika sem upp komu þegar vindurinn var hvað
líflegastur!

Alls luku 76 kylfingar leik og þó það sé heldur færra en vanalega verður það samt að teljast býsna
gott í ljósi aðstæðna en þetta er jú hátíðisdagur kylfinga í FH og þá láta menn sig hafa ýmislegt!
Verðlaun voru að vanda glæsileg og er öllum styrktaraðilum okkar þakkað kærlega fyrir þeirra þátt
í að gera mótið eins glæsilegt og raun ber vitni. Það er alveg ljóst að án þeirra yrði mótið ekki hið
sama. Það er ótrúlegt og þakkarvert hvað við FH-ingar njótum mikils velvilja þegar leitað er til
fyrirtækja í aðdraganda mótsins. Okkar bestu þakki fyrir ómetanlegan stuðning.
Að vanda voru veitt verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla
og kvenna. Auk þess var fjöldi nándarverðlauna og að lokum var dregið úr skorkortum.
Hefð er komin á skemmtilegan leik að loknum hefðbundnum hring, sem kallast „19. holan“ þar sem
keppendur fóru að loknum 18. holu hring á æfingaflötina við golfskálann og reyndu að vippa í
afmarkaðan hring á gríninu og fóru þannig í pott sem dregið var úr í verðlaunaafhendingu.
Sigurvegararar í höggleik karla og kvenna hljóta sæmdarheitið Golfari FH. Þetta árið urðu
hlutskörpust þau Ragna Björk Ólafsdóttir á 93 höggum og Björn Kristinn Björnsson á 86 höggum.
Skorið auðvitað verulega litað af veðuraðstæðum!

Allir sigurvegarar fengu vegleg verðlaun í boði styrktaraðila mótsins auk þess sem Golfarar FH
fengu veglegan farandbikar.

Önnur verðlaun skiptust þannig:

Punktar – konur
1. Arna Katrín Steinsen 26 pkt.
2. Hildur Harðardóttir 24 pkt.
3. Hulda Soffía Hermannsdóttir 34 pkt.

Punktar – karlar
1. Vigfús Adolfsson 32 pkt.
2.Björn Kristinn Björnsson 28 pkt.
3. Finnbogi Gylfason 26 pkt.

Nándarverðlaun
4. braut Magnús Pálsson, 5,00 m.
6. braut Örn Rúnar Magnússon, 1,00 m.
10. braut Magnús Pálsson, 1,29 m.
15. braut Pálmi Hlöðversson, 7,50 m.

Lengsta teighögg
14. braut Sigurður Þorgeirsson
19. holan Pétur Þórarinsson

Aðrar fréttir