
Ragnar Jónsson heiðursfélagi Fimleikafélagsins er látinn.
Raggi Jóns var einn af okkar öflugustu mönnum í leik og starfi. Á yngri árum var hann einn af okkar allra bestu íþróttamönnum í handbolta frjálsíþróttum og knattspyrnu. Keppti á efstastigi allra þessa íþrótta og var lengi landsliðsmaður í handbolta. Síðar á ævinni varð hann rekstrar- og vallarstjóri Fimleikafélagsins í Kaplakrika í fjölda ára og vann þar ómetanlegt starf með elju sinni og dugnaði. Hann var vakinn og sofinn við framkvæmdir hér í Kaplakrika og má segja að Kaplakriki eins og hann er í dag sé að góðum hluta tilkominn vegna starfa Ragga Jóns. Á þessum árum var mikið byggt hér í Kaplakrika og var gjafavinna, sjálfboðaliðsstarf og efnisgjafir stór hluti af þeirri uppbyggingu og má segja að Raggi Jóns hafi átt stóran þátt í hinni miklu eignamyndun Fimleikafélagsins. Sagan segir að fjöldi fólks hafi á þessum árum lagt lykkju á leið sína af ótta við Ragga Jóns í “Betlehem”, einni skærustu stjörnu íslensks íþróttalífs á sínum tíma.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar sendir eiginkonu Ragga Jóns, Guðrúnu Bruun Madsen, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Ragga.
Á myndinni er Ragnar með eiginkonu sinni Guðrúnu.
Jarðarför Ragga Jóns fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 21. janúar kl. 13:00.